Innlent

Fresta leitinni að Illes

Jón Þór Stefánsson skrifar
Síðast sást til Illes klukkan 3 sl. nótt.
Síðast sást til Illes klukkan 3 sl. nótt. lögregla

Lögreglan á Suðurlandi og björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í gærkvöld leitað af Illes Benedek Incze, ungverskum ríkisborgara á stóru svæði í kringum Vík í Mýrdal. Þeirri leit hefur nú verið frestað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Síðast spurðist til Illes í Vík um klukkan þrjú aðfaranótt 16. september.

Leitin hefur ekki borið árangur, engar nýjar vísbendingar hafa komið fram og því hefur leit nú verið frestað.

Ekki er grunur um refsiverða háttsemi tengda hvarfinu á þessu stigi málsins.

„Lögreglan á Suðurlandi heldur áfram rannsókn þessa máls og eftirgrennslan.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í leitinni,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×