Innlent

Ramos skal verða framseldur

Var á leið í dómsal þegar hann reyndi að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins.Fréttablaðið/GVA
Var á leið í dómsal þegar hann reyndi að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins.Fréttablaðið/GVA

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins þess efnis að orðið verði við beiðni brasilískra yfirvalda um að framselja brasilíska gæsluvarðhaldsfangann Hosmany Ramos. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar hrl., lögmanns Ramosar, verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar.

Ramos hefur leitað allra leiða til að fá að afplána afganginn af þungum dómum, sem hann hlaut í föðurlandinu, í fangelsi hér. Hann átti eftir að afplána tólf og hálft ár í fangelsi þegar hann lét sig hverfa úr fangelsinu í Brasilíu eftir jólafrí og var svo handtekinn á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst. Skömmu síðar lýsti Interpol eftir Ramosi og gaf út beiðni um handtöku.

Framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur fangelsisdómum sem hann hlaut í föðurlandinu. Annars vegar er tveggja ára dómur fyrir vopnað rán.

Hins vegar 24 ára dómur fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni.

Ramos reyndi sem kunnugt er að strjúka frá fangavörðum hér fyrir skömmu og hótaði öðrum þeirra lífláti.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×