Innlent

Björgunarsveitamenn leituðu manns í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 70 björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni.
Um 70 björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni.
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu leituðu í dag manns sem saknað hafði verið frá heimili sínu í Breiðholti frá því í gærkvöldi. Maðurinn sem er sextugur er sjúklingur eftir heilablóðfall. Björgunarsveitir fundu manninn rétt við heimili sitt eftir stutta leit og var hann bæði kaldur og illa áttaður.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg var manninum komið í sjúkrabíl sem kallaður var á staðinn. Um 70 björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×