Innlent

Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Mið­flokkinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bjarni sat á þingi við VG frá 2021 og var varaþingmaður frá 2017 til 2021.
Bjarni sat á þingi við VG frá 2021 og var varaþingmaður frá 2017 til 2021. Vísir/Arnar

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum.

„Einn af ágætisþingmönnum þeirra segir skilið við flokkinn og ég ætla að spá því hér, það er nýja skúbbið sem þú getur tekið í næsta þætti, að Bjarni Jónsson gangi til liðs við Miðflokkinn. En það kemur í ljós,“ segir Össur og að annað eins hafi gerst.

Það séu dæmi um það. Hann segir að sótt sé að VG úr þremur áttum. Frá Samfylkingu, Flokki fólksins og svo frá Sósíalistaflokknum.

Össur var gestur á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að ofan. Þar spáði hann því jafnframt að Vinstri græn deyi út í þessum kosningum. 

Bjarni tilkynnti á fimmtudag að hann væri hættur í VG. Hann sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum og væntingum þeirra sem stóðu að stofnun hans.

„Á síðustu vikum og mánuðum hef ég styrkts í þeirri trú að ég eigi ekki samleið með VG, þar sé ekki farvegur fyrir hugsjónir og mörg þau brýnustu mál sem ég hef barist fyrir og var kosinn til og ljóst að veran í VG hefur ekki síst orðið æ þungbærari vegferð fyrir fólk með landsbyggðarhjarta.“


Tengdar fréttir

Bjarni hættur í Vinstri grænum

Bjarni Jónsson þingmaður hefur sagt sig úr Vinstri grænum og sagt skilið við þingflokkinn. Hann segir flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum og væntingum þeirra sem stóðu að stofnun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×