Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli og í dag rétt fyrir klukkan fjögur riðu yfir tveir skjálftar sem mældust yfir 3 stig. Annar þeirra átti upptök sín á 1,1 kílómetra dýpi og hinn á 2,5 kílómetra dýpi. Þessir skjálftar eru nokkuð stærri en flestir sem riðið hafa yfir í skjálftahrinunni undanfarna daga.
Á sama tíma mældist annar skjálfti litlu minni, eða 2,7 stig. Hann var hins vegar á mun meira dýpi eða rúmlega átta kílómetrum undir yfirborði jarðar.