Fari svo að Inter selji framherjann Mario Balotelli eftir allt saman er talið næsta víst að félagið muni kaupa Guiseppe Rossi frá Villarreal í hans stað.
Það eru enn að berast tilboð í Balotelli og ekki ólíklegt að á endanum komi tilboð frá Man. City sem hvorki félagið né leikmaðurinn getur hafnað.
Rossi hefur verið orðaður við komu heim til Ítalíu í talsverðan tíma og Parma sýndi honum mikinn áhuga á dögunum.
Villarreal stendur ekki vel fjárhagslega og myndi líklega ekki geta hafnað tilboði frá Inter ef félagið vildi kaupa Rossi.