Innlent

Þrennt handtekið fyrir þjófnað á veski í fiskbúð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Þrennt var handtekið í dag eftir að hafa hnuplað veski úr fiskbúð í Gnoðarvogi.

Fólkið á að hafa farið bakdyramegin inn í fiskbúðina þar sem þau tóku seðlaveski ófrjálsri hendi.

Þau voru síðan handtekin síðar á heimili þeirra í Nökkvavogi. Um var að ræða tvo karlmenn og eina konu en grunur leikur á að þau hafi öll verið í annarlegu ástandi. Fólkið er líklega á fertugsaldrinum.

Ekki náðist í lögregluna en sjónarvottar segja að þrír lögreglubílar hafi komið að heimili fólksins og handtekið það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×