Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 00:04 Thomas segir mikilvægt að leggja símann frá sér. Vísir/Einar Hálfíslenskur læknir sem sérhæfir sig meðal annars í lífsstílslækningum segir samfélagsmiðla sífellt valda fólki meiri streitu. Erfitt sé að forðast alla streitu en hann nefnir nokkur ráð hvernig megi takmarka hana. Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas. Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas.
Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira