Létu undan þrýstingi kjördæmisþingmanna 23. nóvember 2010 06:00 Þrýstingur frá þingmönnum Norðausturkjördæmis varð til þess að félagsmálaráðuneytið ákvað að ganga til samninga við rekstraraðila meðferðarheimilisins Árbótar um bótagreiðslur. Þetta segir Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, berum orðum í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur frá ráðuneytinu. „Hef áhyggjur af því að klára málið með öllum þessum útgjöldum fyrir BVS [Barnaverndarstofu] í andstöðu við forstjóra stofnunarinnar. Af hverju erum við að borga meira en 30 milljónir umfram skyldu? Hvers vegna? Jú – vegna sanngirnissjónarmiða og þrýstings frá kjördæmisþingmönnum.“ Svo segir í tölvupósti sem Árni Páll sendi á ráðuneytisstjóra sinn, aðstoðarmann og skrifstofustjóra í ráðuneytinu 7. maí. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins úr Norðausturkjördæmi, sendi tölvupóst á póstlista þingmanna kjördæmisins 29. mars. Þar segir: „Sæl og blessuð. Ég var að ræða við Hákon í Árbót áðan. Skemmst er frá því að segja að ekkert nýtt er að frétta af þeirra málum annað en Barnaverndarstofa sendir bara nýja unglinga til þeirra í vist. Þessu verður endilega að koma í annan og betri farveg því þetta leggst alltaf þyngra og þyngra á blessað fólkið. Treysti því að Steingrímur komi þessu í höfn.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði málið eðlilegt á Alþingi í gær. Eftir að Barnaverndarstofu hefði mistekist að ná lendingu í málinu hefði hún óskað eftir aðkomu félagsmálaráðuneytisins í marslok og við því hefði verið brugðist. Það sama kom fram í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu í gær. Tölvupóstsamskipti sýna hins vegar ótvírætt að samningaviðræður á milli Steingríms, félagsmálaráðuneytisins og Árbótarhjóna voru farnar af stað í byrjun janúar, viku eftir að Barnaverndarstofa sagði þjónustusamningnum upp með samþykki félagsmálaráðuneytisins. Það var síðan ekki fyrr en forstjóri Barnaverndarstofu var beðinn um að óska eftir því að félagsmálaráðuneytið tæki við málinu í marslok sem málið færðist formlega yfir á forræði ráðuneytisins Ekki náðist í Árna Pál Árnason í gær.- sh, th / sjá síðu 6 Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
Þrýstingur frá þingmönnum Norðausturkjördæmis varð til þess að félagsmálaráðuneytið ákvað að ganga til samninga við rekstraraðila meðferðarheimilisins Árbótar um bótagreiðslur. Þetta segir Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, berum orðum í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur frá ráðuneytinu. „Hef áhyggjur af því að klára málið með öllum þessum útgjöldum fyrir BVS [Barnaverndarstofu] í andstöðu við forstjóra stofnunarinnar. Af hverju erum við að borga meira en 30 milljónir umfram skyldu? Hvers vegna? Jú – vegna sanngirnissjónarmiða og þrýstings frá kjördæmisþingmönnum.“ Svo segir í tölvupósti sem Árni Páll sendi á ráðuneytisstjóra sinn, aðstoðarmann og skrifstofustjóra í ráðuneytinu 7. maí. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins úr Norðausturkjördæmi, sendi tölvupóst á póstlista þingmanna kjördæmisins 29. mars. Þar segir: „Sæl og blessuð. Ég var að ræða við Hákon í Árbót áðan. Skemmst er frá því að segja að ekkert nýtt er að frétta af þeirra málum annað en Barnaverndarstofa sendir bara nýja unglinga til þeirra í vist. Þessu verður endilega að koma í annan og betri farveg því þetta leggst alltaf þyngra og þyngra á blessað fólkið. Treysti því að Steingrímur komi þessu í höfn.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði málið eðlilegt á Alþingi í gær. Eftir að Barnaverndarstofu hefði mistekist að ná lendingu í málinu hefði hún óskað eftir aðkomu félagsmálaráðuneytisins í marslok og við því hefði verið brugðist. Það sama kom fram í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu í gær. Tölvupóstsamskipti sýna hins vegar ótvírætt að samningaviðræður á milli Steingríms, félagsmálaráðuneytisins og Árbótarhjóna voru farnar af stað í byrjun janúar, viku eftir að Barnaverndarstofa sagði þjónustusamningnum upp með samþykki félagsmálaráðuneytisins. Það var síðan ekki fyrr en forstjóri Barnaverndarstofu var beðinn um að óska eftir því að félagsmálaráðuneytið tæki við málinu í marslok sem málið færðist formlega yfir á forræði ráðuneytisins Ekki náðist í Árna Pál Árnason í gær.- sh, th / sjá síðu 6
Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira