Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 19:28 Vísir/Samsett Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“ Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“
Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira