Fótbolti

Ítalska sjónvarpið ætlar að hætta að endursýna umdeild atvik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason rífast oft um umdeild atvik í Pepsi-mörkunum.
Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason rífast oft um umdeild atvik í Pepsi-mörkunum.
Ítalska Ríkissjóvarpið, RAI, ætlar að hætta að endursýna umdeild atvik á komandi tímabili en þetta gera menn þar á bæ til að auka umfjöllum um taktískan hluta fótboltans.

RAI vill forðast það að spekingar í sjónvarpssal fari að rífast um ákvarðanir dómara í uppgjörsþáttum eftir umferðir í ítölsku A-deildinni. Við Íslendingar þekkjum það þegar Magnús Gylfason og Tómas Ingi Tómasson karpa í Pepsi-mörkunum.

„Við vijum að menn einbeiti sér að hugsa um fótboltann og skipti öskrunum út fyrir pælingar," sagði Paolo Galimberti forseti RAI. Þeir ætla aðeins að endursýna atvik tengd mörkum og rauðum spjöldum.

Dómaranefnd ítalska knattspyrnusambandins hefur fagnað þessarri ákvörðun RAI en það er jafnframt ljóst að RAI sýnir aðeins lítinn hluta af þeim fótbolta sem er í boði á ítölskum sjónvarpsstöðum. Sky og Mediaset ætla ekki að hætta að velta sér upp úr umdeildum atvikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×