Þetta var lífsnauðsynlegur fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Valgeir Lunddal Friðriksson og félaga þeirra í Düsseldorf liðnu eftir erfiðar vikur að undanförnu.
Düsseldorf var búið að tapa tveimur leikjum í röð og hafði leikið þrjá leiki í röð án þess að fagna sigri. Þetta var því fyrsti sigur liðsins í heilan mánuð.
Düsseldorf komst upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er þremur stigum frá þriðja sætinu sem gefur sæti i umspili um laust sæti í efstu deild.
Ísak Bergmann var i byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn en Valgeir er frá vegna meiðsla.
Matthias Zimmermann skoraði mark Düsseldorf með marki á 41. mínútu eftir stoðsendingu frá Tim Oberdorf.
Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliðinu hjá Preussen Münster sem vann 1-0 útisigur á Elversberg. Hólmbert var rekin af velli á 85. mínútu. Preussen Münste fór upp í fjórtánda sætið með þessum sigri.