Þingmenn skoða gosið 24. mars 2010 13:45 Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Landsbjörg hefur því sent frá sér tilkynningu til vegfaranda. Þar segir að það sé mikilvægt að lokanir á svæðum séu virtar en ekki er heimilt að fara í Þórsmörk, á Fimmvörðuháls eða á Eyjafjallajökul. Einnig er ekki leyfilegt að fara nær gosstöðvunum en 5 km sem er skilgreint sem hættusvæði. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar hafi eftirfarandi í huga: Skoða veðurspá Kynna sér vel það svæði sem fara á um Gera ferðaáætlun og láta aðstandendur vita um hana Vera vel útbúin, m.a. hvað varðar klæðnað og skófatnað Hafa nesti meðferðis Vera viss um að það farartæki sem nota á henti í ferðina og sé í góðu ásigkomulagi Hafa í huga að vegslóðar á svæðinu eru afar viðkvæmir á þessum árstíma Hafa fjarskiptatæki meðferðis og kunna að nota þau Virða lokanir á svæðum og hlýða fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita Ef farið er á Mýrdalsjökul er mjög mikilvægt að fylgja mjög nákvæmlega hinni hefðbundnu GPS leið um jökulinn. Óvenjulegar aðstæður eru á jöklum núna þar sem lítið hefur snjóað í vetur og sprungur eru á stöðum þar sem þær hafa ekki verið sýnilegar áður. Reyndar hefur snjóað síðustu daga á jöklinum og hafa á köflum myndast miklir rifskaflar, sumir allt að eins metra djúpir og geta þeir verið mjög varasamir. Jafnframt er harðfenni mikið á hólum og hæðum sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast á ónegldum vélsleðum. Ein af ástæðum þess að svæðið við eldstöðvarnar eru lokað er að vatnsskurðir og pyttir hafa myndast eftir bráðnunarvatn og eru margir undir snjó. Bráðnunargöt hafa komið fram, ís er orðinn ótraustur og gjóska til staðar sem eyðileggur farartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur almenning til að huga að eigin öryggi og fara með gát. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Landsbjörg hefur því sent frá sér tilkynningu til vegfaranda. Þar segir að það sé mikilvægt að lokanir á svæðum séu virtar en ekki er heimilt að fara í Þórsmörk, á Fimmvörðuháls eða á Eyjafjallajökul. Einnig er ekki leyfilegt að fara nær gosstöðvunum en 5 km sem er skilgreint sem hættusvæði. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar hafi eftirfarandi í huga: Skoða veðurspá Kynna sér vel það svæði sem fara á um Gera ferðaáætlun og láta aðstandendur vita um hana Vera vel útbúin, m.a. hvað varðar klæðnað og skófatnað Hafa nesti meðferðis Vera viss um að það farartæki sem nota á henti í ferðina og sé í góðu ásigkomulagi Hafa í huga að vegslóðar á svæðinu eru afar viðkvæmir á þessum árstíma Hafa fjarskiptatæki meðferðis og kunna að nota þau Virða lokanir á svæðum og hlýða fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita Ef farið er á Mýrdalsjökul er mjög mikilvægt að fylgja mjög nákvæmlega hinni hefðbundnu GPS leið um jökulinn. Óvenjulegar aðstæður eru á jöklum núna þar sem lítið hefur snjóað í vetur og sprungur eru á stöðum þar sem þær hafa ekki verið sýnilegar áður. Reyndar hefur snjóað síðustu daga á jöklinum og hafa á köflum myndast miklir rifskaflar, sumir allt að eins metra djúpir og geta þeir verið mjög varasamir. Jafnframt er harðfenni mikið á hólum og hæðum sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast á ónegldum vélsleðum. Ein af ástæðum þess að svæðið við eldstöðvarnar eru lokað er að vatnsskurðir og pyttir hafa myndast eftir bráðnunarvatn og eru margir undir snjó. Bráðnunargöt hafa komið fram, ís er orðinn ótraustur og gjóska til staðar sem eyðileggur farartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur almenning til að huga að eigin öryggi og fara með gát.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira