Fótbolti

Inter með fjögurra stiga forskot eftir sigur á Livorno og tap hjá AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto’o fagnaði öðru marka sinna með sérstökum hætti í kvöld.
Samuel Eto’o fagnaði öðru marka sinna með sérstökum hætti í kvöld. Mynd/AFP
Inter Milan er komið með fjögurra stiga forskot í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir góðan 3-0 sigur á Livorno í kvöld. AC Milan náði ekki að fylgja nágrönnum sínum eftir því liðið tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Parma.

Samuel Eto'o skoraði tvö glæsileg mörk fyrir Inter með fimm mínútna millibili í lok fyrri hálfleiks og brasilíski bakvörðurinn Maicon innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleik. Thiago Motta lagði upp fyrsta og þriðja mark Inter í leiknum.

Búlgarinn Valeri Bojinov tryggði Parma 1-0 sigur á AC Milan og 2-0 sigur Roma á Bologna þýðir á AC Milan og Roma eru núna jöfn að stigum í 2. sætinu.

John Arne Riise og Julio Baptista skoruðu mörk Roma í kvöld en liðið mætir Inter Milan í sannkölluðum toppslag um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×