Innlent

Gufustrókarnir í 12-14 þúsund fet

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ársæll Þórðarson er nærri gosstöðvunum.
Jón Ársæll Þórðarson er nærri gosstöðvunum.
„Ég er að fylgjast með gosinu í beinni," segir Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður sem staddur er á Stóru Borg undir Eyjafjöllum.

Jón Ársæll segist sjá gríðarlega skjannahvíta bólstra sem stígi til himins. „Það er ekki eins og hann sé einn heldur margir og þeir bera við bláan himininn," segir Jón Ársæll. Hann segist þó ekki sjá neinn eld. Það séu einungis þessir bólstrar sem sjáist.

Í sama streng tekur Gísli Óskarsson fréttaritari í Vestmannaeyjum. Þaðan sjást strókarnir vel. Gísli segir að um sé að ræða miklu meiri gufu en þá sem lagði upp frá gosinu í Fimmvörðuhálsi. Strókurinn þjóti upp og sé mjög þéttur.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni ná gufustrókarnir 12-°14 þúsund feta hæð. TF-SIF flaug yfir Eyjafjallajökul fyrir skemmstu. Það var mat manna í vélinni að svo virtist vera sem að gosið kæmi úr hábungu jökulsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×