Viðskipti innlent

Gervimenn fengu 5,5 milljarða arð

stórir hluthafar Gervimaður í útlöndum er samansafn hluthafa fyrirtækja sem ýmist eru skráðir erlendis eða lítið er vitað um. Myndin tengist ekki fréttinni.Fréttablaðið/heiða
stórir hluthafar Gervimaður í útlöndum er samansafn hluthafa fyrirtækja sem ýmist eru skráðir erlendis eða lítið er vitað um. Myndin tengist ekki fréttinni.Fréttablaðið/heiða
Gervimaður í útlöndum virðist aðsópsmikill eignamaður í íslensku viðskiptalífi, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Gervimaðurinn er hópur fólks sem í sumum tilvikum er skráður erlendis, en í öðrum tilvikum lítið vitað um, en eigendur að minnsta kosti tíu prósenta hlutar eða meira í fyrirtækjum og viðtakendur arðgreiðslna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að ekki sé um íslenskar kennitölur að ræða.

Gervimaðurinn átti hlut í 410 fyrirtækjum á árabilinu 2006 til 2008 og fékk 5,5 milljarða króna í arð á árabilinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar, að gervimaðurinn í útlöndum hafi samkvæmt opinberum gögnum, ekki þegið arðgreiðslur fyrr en 2006. Skrifast það á breytingar á skilum á hlutafjármiðum, sem þá urðu að fullu rafræn og því ekki lengur hægt að skila inn auðum kennitölum eða kennitölum sem eru ekki til á hlutafjármiðum.

Stærsti hlutur arðgreiðslna gervimannsins er vegna hlutar hans í Kaupþingi. Á meðal eigna hans á umræddu tveggja ára tímabili er helmingshlutur í 365, 83,7 prósent í Askar Capital og McDonald's á Íslandi.

Gervimaður í útlöndum skuldaði bönkunum 101 milljarð króna í lok september 2008. - jab

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×