Innlent

Gera skarð í hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrú

Markarfljót. Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markarfljótsbrú. Myndin er tekin í ágúst fyrir teimur árum.
Markarfljót. Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markarfljótsbrú. Myndin er tekin í ágúst fyrir teimur árum. Mynd/Rósa J.
Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markafljótsbrú vegna flóðsins úr Eyjafjallajökli. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að þetta sé gert til að hleypa vatninu sem er á leið niður úr Eyjafjallajökli og reyna með því að verja Markarfljótsbrúna. Suðurverk aðstoðar Vegagerðina við framkvæmdina.

Suðurverk vinnur að gerð Landeyjarhafnar í Bakkafjöru. Dofri segir að vinnubúðir fyrirtækisins séu í hættu en þær eru skammt frá þjóðveginum. Búið er að koma tækjum sem auðvelt er að flytja frá athafnasvæðinu á Landeyjarsandi.

Svanur Bjarnason, hjá Vegagerðinni, segir að farvegurinn sé afar þröngur og ekkert víst sé að það dugi að kljúfa veginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×