Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli 14. apríl 2010 03:48 Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. Gunnar Guðmundsson jarðfræðingur á Veðurstofunni segist ekki búast við því að mikill kraftur sé í gosinu og ítrekar að ekki sé staðfest að gosið sé hafið. Það virðist í það minnsta vera að hefjast. Óvíst er hvort gosið sé undir jöklinum en það gæti verið á suðurjaðri hans. Ekki er víst hversu mikil jökulbráðnun gæti orðið, það fari algjörlega eftir því hversu djúpt undir jöklinum gosið er. Talið er að flóðvatn yrði 20 mínútur að renna í efstu byggð í allra versta falli fari flóðvatnið stystu leið. Búið er að rýma bæi á mesta hættusvæðinu. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Magnús Tumi: Upptökin við topp Eyjafjallajökuls Magnús Tumi Guðmundsson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að upptök skjálftanna sem hófust í nótt mælist undir toppi Eyjafjallajökuls. Það kunni að vera að um gosóróa sé að ræða þannig að skjálftarnir marki upphaf að nýju eldgosi. 14. apríl 2010 02:09 Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. 14. apríl 2010 03:57 Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum. 14. apríl 2010 01:27 Farið í sumarhús á svæðinu til þess að athuga með fólk Skjálftarnir sem mælst hafa eru grunnir að sögn Kjartans Þorkelssonar sýslumanns á Hvolsvelli og því var ákveðið að rýma byggð austan Markarfljóts og að Skógum. 14. apríl 2010 02:22 Hátt í 50 manns í Þórsmörk Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu. 14. apríl 2010 03:31 Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti. 14. apríl 2010 03:07 Íbúar á Þorvaldseyri fara í Varmahlíð Íbúar á Þorvaldseyri eru að yfirgefa húsnæðið sitt og ætla að fara í Varmahlíð, ásamt fleirum sem búa undir Eyjafjöllum. 14. apríl 2010 02:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. Gunnar Guðmundsson jarðfræðingur á Veðurstofunni segist ekki búast við því að mikill kraftur sé í gosinu og ítrekar að ekki sé staðfest að gosið sé hafið. Það virðist í það minnsta vera að hefjast. Óvíst er hvort gosið sé undir jöklinum en það gæti verið á suðurjaðri hans. Ekki er víst hversu mikil jökulbráðnun gæti orðið, það fari algjörlega eftir því hversu djúpt undir jöklinum gosið er. Talið er að flóðvatn yrði 20 mínútur að renna í efstu byggð í allra versta falli fari flóðvatnið stystu leið. Búið er að rýma bæi á mesta hættusvæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Magnús Tumi: Upptökin við topp Eyjafjallajökuls Magnús Tumi Guðmundsson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að upptök skjálftanna sem hófust í nótt mælist undir toppi Eyjafjallajökuls. Það kunni að vera að um gosóróa sé að ræða þannig að skjálftarnir marki upphaf að nýju eldgosi. 14. apríl 2010 02:09 Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. 14. apríl 2010 03:57 Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum. 14. apríl 2010 01:27 Farið í sumarhús á svæðinu til þess að athuga með fólk Skjálftarnir sem mælst hafa eru grunnir að sögn Kjartans Þorkelssonar sýslumanns á Hvolsvelli og því var ákveðið að rýma byggð austan Markarfljóts og að Skógum. 14. apríl 2010 02:22 Hátt í 50 manns í Þórsmörk Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu. 14. apríl 2010 03:31 Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti. 14. apríl 2010 03:07 Íbúar á Þorvaldseyri fara í Varmahlíð Íbúar á Þorvaldseyri eru að yfirgefa húsnæðið sitt og ætla að fara í Varmahlíð, ásamt fleirum sem búa undir Eyjafjöllum. 14. apríl 2010 02:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Magnús Tumi: Upptökin við topp Eyjafjallajökuls Magnús Tumi Guðmundsson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að upptök skjálftanna sem hófust í nótt mælist undir toppi Eyjafjallajökuls. Það kunni að vera að um gosóróa sé að ræða þannig að skjálftarnir marki upphaf að nýju eldgosi. 14. apríl 2010 02:09
Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. 14. apríl 2010 03:57
Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum. 14. apríl 2010 01:27
Farið í sumarhús á svæðinu til þess að athuga með fólk Skjálftarnir sem mælst hafa eru grunnir að sögn Kjartans Þorkelssonar sýslumanns á Hvolsvelli og því var ákveðið að rýma byggð austan Markarfljóts og að Skógum. 14. apríl 2010 02:22
Hátt í 50 manns í Þórsmörk Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu. 14. apríl 2010 03:31
Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti. 14. apríl 2010 03:07
Íbúar á Þorvaldseyri fara í Varmahlíð Íbúar á Þorvaldseyri eru að yfirgefa húsnæðið sitt og ætla að fara í Varmahlíð, ásamt fleirum sem búa undir Eyjafjöllum. 14. apríl 2010 02:17