Viðskipti innlent

Fjárfestir gripinn með fulla tösku af peningum á Leifsstöð

Valur Grettisson skrifar
Jón Þorsteinn Jónsson.
Jón Þorsteinn Jónsson.

Fyrrum stjórnarformaður Byr og fjárfestirinn Jón Þorsteinn Jónsson, var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli með tösku fulla af peningum rétt fyrir jól samkvæmt DV í dag.

Jón Þorsteinn var með 2,5 milljónir eða um 15 þúsund evrur í töskunni en ekki er heimilt að fara með gjaldeyri út úr landinu sem er hærri en 500 þúsund krónur. Samkvæmt DV gaf hann skýringar á því að hann væri með fulla tösku af peningum og voru þær teknar trúanlegar. Eftir klukkutíma eða svo var honum svo hleypt úr landinu. Samkvæmt DV er ekki ljóst hvort hann hafi fengið að taka allan peninginn með eða ekki.

Jón Þorsteinn hefur sætt rannsókn sérstaks saksóknara vegna sölu stofnfjárbréfa Byrs til Exeter þegar Jón Þorsteinn var stjórnarformaður bankans. Hann var meðal annars úrskurðaður í farbann sem rann úr gildi stuttu fyrir jól. Jón hefur fært lögheimili sitt til Bretlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×