Paragvæinn Roque Santa Cruz er væntanlega á förum frá Man. City. Nú er hermt að ítalska félagið Lazio sé búið að bjóða City 6 milljónir punda fyrir framherjann.
Þar sem hann er ekki í myndinni hjá Roberto Mancini, stjóra City, er ekki búist við því að félagið ætli að standa í vegi fyrir honum.
Fjölmörg félög hafa sýnt leikmanninum áhuga og umboðsmaður leikmannsins segir vera helmingslíkur á því að hann fari til Lazio.