Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 16:27 Geir Gunnar hjá Stjörnugrís segir að hali grísa sé ekki klipptur af heldur sé hann brenndur af við fæðingu með heitri töng Mynd: GVA „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum," segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. Geir Gunnar segist oft hafa rætt við dýralækni um mikilvægi þess að starfsmenn á svínabúum fái aðgang að deyfilyfjum til að gefa grísum fyrir geldingu. „Það hefur ekki gengið eftir. Menn líta það hornauga að aðrir en dýralæknar hafi aðgang að sterkum deyfilyfjum þannig að það er langt í land að við fáum að meðhöndla þessi lyf," segir hann. Vísir hefur í dag fjallað um sársaukafullar geldingar á karlkyns grísum á íslenskum svínabúum og bent hefur verið á að með auknum fjölda grísa séu ekki lengur nægjanlega margir dýralæknar til að sinna geldingunum. Því er svo komið að starfsmenn búanna sinna geldingunum sjálfir, jafnvel þó það sé í trássi við gildandi lög. „Það hefur lengi verið reynt að finna leið til að gera þetta með sem bestum hætti, með tilliti til dýravelferðar, og vonandi finnum við brátt viðunandi lausn," segir Geir Gunnar. Verið er að setja á markað hér á landi bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Ótti við að stinga sig Geir Gunnar bendir á að lítil sem engin reynsla sé komin á notkun lyfsins hér á landi og hefur hann ákveðnar efasemdir. „Ein af mögulegum lausnum er þetta lyf sem er sprautað í grísina og þá þarf ekki að gelda þá. Það er hins vegar þú hætta að ef karlmenn stinga sig á sprautu með bóluefninu mega þeir ekki nota það aftur. Ef maður stingur sig tvisvar á þessu virkar efnið á karlmann eins og á grís. Það eru því margar spurningar varðandi lyfjageldinguna sem enn er ósvarað. En ef í ljós kemur að þetta er vel til þess fallið að nota þá er að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu," segir hann. Besta lausnin sem Geir Gunnar sér fyrir sér nú er að starfsmenn svínabúa fái leyfi til að nota deyfilyf og fái þjálfun í notkun þeirra. Rófan brennd af við fæðingu Geir Gunnar segir ummæli Sigurborgar Daðadóttur dýralæknis um hvernig rófur séu klipptar af grísum, koma sér nokkuð á óvart. „Rófan er alls ekki klippt af grísunum heldur er hún brennd af þeim strax við fæðingu með sjóðandi heitri töng. Grísirnir eru ekki jafn viðkvæmir svona nýfæddir og rófan auk þess mjóst á þessum tíma. Þeir finna ekki mikið fyrir þessu en það væri samt ágætt ef það væri hægt að gefa þeim lyf," segir hann. Að mati Geirs Gunnars er Sigurborg alls ekki nógu upplýst um aðstöðu grísa á svínabúum hér á landi og tekur fram að hún hafi aldrei talað við hann. Geir Gunnar segir enn fremur að tennur á grísum séu slípaðar og það sé einmitt gert með dýraverndunarsjónarmið að leiðarljósi. „Þetta er alveg sársaukalaust og er gert til að þeir meiði ekki gyltuna með nagi þegar þeir eru að sjúga spenana. Einnig er viss hætta á að þeir geti meitt hver annan ef þeir fara að slást um spenana," segir hann. Hann samsinnir síðan því sem Sigurborg segir um að það geti valdið sýkingum ef grísir fara að naga rófuna hver á öðrum. Því sé það með velferð grísanna í huga sem rófan sé brennd af þeim. „Ég get alveg fullyrt að allir svínabændur á Íslandi vilja að dýrin þeirra hafi það sem allra best og vilja skoða allar leiðir til að ná því fram. Það er engin spurning," segir hann. Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbrautum lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
„Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum," segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. Geir Gunnar segist oft hafa rætt við dýralækni um mikilvægi þess að starfsmenn á svínabúum fái aðgang að deyfilyfjum til að gefa grísum fyrir geldingu. „Það hefur ekki gengið eftir. Menn líta það hornauga að aðrir en dýralæknar hafi aðgang að sterkum deyfilyfjum þannig að það er langt í land að við fáum að meðhöndla þessi lyf," segir hann. Vísir hefur í dag fjallað um sársaukafullar geldingar á karlkyns grísum á íslenskum svínabúum og bent hefur verið á að með auknum fjölda grísa séu ekki lengur nægjanlega margir dýralæknar til að sinna geldingunum. Því er svo komið að starfsmenn búanna sinna geldingunum sjálfir, jafnvel þó það sé í trássi við gildandi lög. „Það hefur lengi verið reynt að finna leið til að gera þetta með sem bestum hætti, með tilliti til dýravelferðar, og vonandi finnum við brátt viðunandi lausn," segir Geir Gunnar. Verið er að setja á markað hér á landi bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Ótti við að stinga sig Geir Gunnar bendir á að lítil sem engin reynsla sé komin á notkun lyfsins hér á landi og hefur hann ákveðnar efasemdir. „Ein af mögulegum lausnum er þetta lyf sem er sprautað í grísina og þá þarf ekki að gelda þá. Það er hins vegar þú hætta að ef karlmenn stinga sig á sprautu með bóluefninu mega þeir ekki nota það aftur. Ef maður stingur sig tvisvar á þessu virkar efnið á karlmann eins og á grís. Það eru því margar spurningar varðandi lyfjageldinguna sem enn er ósvarað. En ef í ljós kemur að þetta er vel til þess fallið að nota þá er að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu," segir hann. Besta lausnin sem Geir Gunnar sér fyrir sér nú er að starfsmenn svínabúa fái leyfi til að nota deyfilyf og fái þjálfun í notkun þeirra. Rófan brennd af við fæðingu Geir Gunnar segir ummæli Sigurborgar Daðadóttur dýralæknis um hvernig rófur séu klipptar af grísum, koma sér nokkuð á óvart. „Rófan er alls ekki klippt af grísunum heldur er hún brennd af þeim strax við fæðingu með sjóðandi heitri töng. Grísirnir eru ekki jafn viðkvæmir svona nýfæddir og rófan auk þess mjóst á þessum tíma. Þeir finna ekki mikið fyrir þessu en það væri samt ágætt ef það væri hægt að gefa þeim lyf," segir hann. Að mati Geirs Gunnars er Sigurborg alls ekki nógu upplýst um aðstöðu grísa á svínabúum hér á landi og tekur fram að hún hafi aldrei talað við hann. Geir Gunnar segir enn fremur að tennur á grísum séu slípaðar og það sé einmitt gert með dýraverndunarsjónarmið að leiðarljósi. „Þetta er alveg sársaukalaust og er gert til að þeir meiði ekki gyltuna með nagi þegar þeir eru að sjúga spenana. Einnig er viss hætta á að þeir geti meitt hver annan ef þeir fara að slást um spenana," segir hann. Hann samsinnir síðan því sem Sigurborg segir um að það geti valdið sýkingum ef grísir fara að naga rófuna hver á öðrum. Því sé það með velferð grísanna í huga sem rófan sé brennd af þeim. „Ég get alveg fullyrt að allir svínabændur á Íslandi vilja að dýrin þeirra hafi það sem allra best og vilja skoða allar leiðir til að ná því fram. Það er engin spurning," segir hann.
Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbrautum lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31
Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent