Fótbolti

Eitt sinn kallaður Saddam en nú er það Skröggur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Felix Magath á það til að æsa sig. Nordic Photos/Getty Images
Felix Magath á það til að æsa sig. Nordic Photos/Getty Images

Felix Magath, þjálfari Schalke, er umdeildur maður og hefur meðal annars verið kallaður Saddam og öðrum álíka vinsælum nöfnum. Hann hefur fengið nýtt nafn þetta árið eftir að hann ákvað að stytta jólafrí leikmanna liðsins.

Hann er nú kallaður Skröggur eftir að hann ákvað að jólafrí leikmanna liðsins yrði aðeins fjórir dagar.

Magath tók þessa ákvörðun í kjölfar 5-0 taps liðsins gegn Kaiserslautern um helgina.

"Jólafríið í ár verður í styttri kantinum eða fjórir dagar. Ég vil sjá menn á æfingasvæðinu þann 27. desember," sagði Magath ákveðinn.

Leikmönnum Schalke virðist ekki veita af því að æfa sig því tapið um helgina var það versta hjá félaginu í 18 ár.

Liðið situr þess utan í 15. sæti deildarinnar sem er engan veginn ásættanlegt miðað við mannskapinn sem liðið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×