Þeytir skífum á stærsta skemmtistað í heimi 7. júlí 2010 03:00 Benedikt Stefánsson sigraði í alþjóðlegri plötusnúðakeppni og fær í verðlaun að spila á stærsta skemmtistað í heimi. Fréttablaðið/Arnþór Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let's Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svolítið hlægilegt, þar til núna," segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenningur greiddi sínum uppáhaldsplötusnúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dómnefnd sem valdi að lokum sigurvegara. Space er einn stærsti og vinsælasti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verður maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn." Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum," segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let's Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svolítið hlægilegt, þar til núna," segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenningur greiddi sínum uppáhaldsplötusnúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dómnefnd sem valdi að lokum sigurvegara. Space er einn stærsti og vinsælasti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verður maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn." Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum," segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira