Viðskipti innlent

Stjórnarformaður FME var beinlínis notaður til þess að kynna Icesave

Jón Sigurðsson var stjórnarformaður FME og kynnti sérstaklega Icesave.
Jón Sigurðsson var stjórnarformaður FME og kynnti sérstaklega Icesave.

Rannsóknarnefnd Alþingi segir í skýrslu sinni að stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins árið 2008, Jón Sigurðsson, hafi verið notaður beinlínis í þeim tilgangi að kynna Icesave-reikninga Landsbankans á opinberum vettvangi.

Um er að ræða viðtal við Jón Sigurðsson í tímariti á vegum Landsbankans sem heitir Moment. Ritið var á ensku og er meðal annars fjallað um Icesave-reikningana.

Forsíðufyrirsögn ritsins er „Icesave launched in the Netherlands", sem vísar til greinar inni í ritinu. Þar er jafnframt greinin „Icesave in the UK in seventh heaven" og upphafsgreinin „Bringing Icesave to the Continent" sem rituð er af tveimur bankastjórum Landsbankans.

Svo má finna opnuviðtal með stórri mynd af stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins og fyrirsögninni „Finances of the Icelandic banks are basically sound".

Svo segir orðrétt í skýrslunni: „Þegar ritið er virt í heild verður ekki annað séð en að þarna sé stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins beinlínis notaður í þeim tilgangi að kynna Icesave-reikninga Landsbankans á opinberum vettvangi. Telja verður slíka aðkomu eftirlitsstofnunar að markaðssetningu hinna eftirlitsskyldu aðila afar óvenjulega."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×