Ríkisendurskoðun fer yfir alla samningana 15. desember 2010 06:15 Sveinn Arason Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum skuldbindandi samningum ráðuneytanna til endurskoðunar. Er þar miðað við alla núgildandi samninga sem útlistaðir eru í fjárlagafrumvarpinu 2011 en eru þeir 141 talsins. Ríkisendurskoðun óskaði eftir samningunum við ráðuneytin í kjölfar úttektar á þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Hraðbraut ehf. sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós að ráðuneytið hefði ekki haft stoð í lögum til að gefa eftir skuld skólans við ríkissjóð sem nam 126,1 milljón króna, vegna ofgreiddra framlaga á árunum 2004 til 2006. Kemur þetta einnig fram í nýrri skýrslu menntamálanefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í lok nóvember óskaði Ríkisendurskoðun eftir öllum samningum hins opinbera við meðferðarheimili og upplýsingum um uppsögn þeirra í kjölfar fréttaflutnings af málefnum meðferðarheimilisins Árbótar. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir stofnunina hafa óskað eftir öllum upplýsingum um alla gildandi samninga ráðuneytanna tólf og slíkt sé eðlilegt í ljósi þeirra mála sem upp hafi komið núverið. „Það er nauðsynlegt að sjá hvernig menn standa sig gagnvart þessum samningum innan ráðuneytanna," segir Sveinn. Ríkisendurskoðun hefur nú þegar fengið eitthvað af samningum frá ráðuneytunum en Sveinn vildi ekki segja til um hversu mikið magn væri komið í hús né hvaða ráðuneyti hefðu skilað inn. „Við byrjum á fullum krafti á þessu verkefni upp úr áramótum þegar við erum búin að fá alla samningana." Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd þjónustusamningsins við Hraðbraut hinn 29. júní síðastliðinn og var skýrsla birt um úttektina rúmum tveimur mánuðum síðar, í september. Sveinn segir ólíklegt að það taki Ríkisendurskoðun svo langan tíma að fara yfir rúmlega 140 samninga. „Þetta þarf ekki að taka jafn langan tíma og Hraðbrautarmálið gerði," segir hann. „Það er alltaf spurning um það hvernig við förum ofan í hvern og einn samning." sunna@frettabladid.is Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum skuldbindandi samningum ráðuneytanna til endurskoðunar. Er þar miðað við alla núgildandi samninga sem útlistaðir eru í fjárlagafrumvarpinu 2011 en eru þeir 141 talsins. Ríkisendurskoðun óskaði eftir samningunum við ráðuneytin í kjölfar úttektar á þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Hraðbraut ehf. sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós að ráðuneytið hefði ekki haft stoð í lögum til að gefa eftir skuld skólans við ríkissjóð sem nam 126,1 milljón króna, vegna ofgreiddra framlaga á árunum 2004 til 2006. Kemur þetta einnig fram í nýrri skýrslu menntamálanefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í lok nóvember óskaði Ríkisendurskoðun eftir öllum samningum hins opinbera við meðferðarheimili og upplýsingum um uppsögn þeirra í kjölfar fréttaflutnings af málefnum meðferðarheimilisins Árbótar. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir stofnunina hafa óskað eftir öllum upplýsingum um alla gildandi samninga ráðuneytanna tólf og slíkt sé eðlilegt í ljósi þeirra mála sem upp hafi komið núverið. „Það er nauðsynlegt að sjá hvernig menn standa sig gagnvart þessum samningum innan ráðuneytanna," segir Sveinn. Ríkisendurskoðun hefur nú þegar fengið eitthvað af samningum frá ráðuneytunum en Sveinn vildi ekki segja til um hversu mikið magn væri komið í hús né hvaða ráðuneyti hefðu skilað inn. „Við byrjum á fullum krafti á þessu verkefni upp úr áramótum þegar við erum búin að fá alla samningana." Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd þjónustusamningsins við Hraðbraut hinn 29. júní síðastliðinn og var skýrsla birt um úttektina rúmum tveimur mánuðum síðar, í september. Sveinn segir ólíklegt að það taki Ríkisendurskoðun svo langan tíma að fara yfir rúmlega 140 samninga. „Þetta þarf ekki að taka jafn langan tíma og Hraðbrautarmálið gerði," segir hann. „Það er alltaf spurning um það hvernig við förum ofan í hvern og einn samning." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira