Innlent

Össur þögull

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. Mynd/GVA
„Þú hefur alltaf haft betri heimildir en ég. Ég rengi það ekki," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, við fréttamann þegar hann kom út af fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðuneytinu í kvöld spurður út í fyrirhugaða uppstokkun á ríkisstjórninni.

Stokkað verður upp í ríkisstjórninni á næstu dögum. Jóhanna hefur rætt við flesta þingmenn Samfylkingarinnar í dag og stefnir að því að ræða við þá alla áður en dagurinn er liðinn. Össur sagðist ekki óttast um stöðu sína í ríkisstjórninni. Allgóðar líkur væru á því að hann myndi lifa daginn af.

Spurður hvort tilkynnt verði um breytingar á ríkisstjórninni á morgun svaraði Össur: „Ég veit það ekki."




Tengdar fréttir

Katrín Júlíusdóttir: Ekki með von í brjósti

„Það hefur blasað við að breytingar yrðu gerðar á kjörtímabilinu í tengslum við hugsanlegar breytingar á Stjórnarráðinu. Vonandi erum við að sjá í land með þær og það felur auðvitað í sér breytingar,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, áður en hún gekk í Stjórnarráðshúsið á sjöunda tímanum í kvöld.

Ragna og Gylfi hætta

Stokkað verður upp í ríkisstjórninni á næstu dögum, jafnvel strax á morgun eða þegar þing kemur saman á fimmtudag. Ráðherrum verður fækkað um tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×