Fylkir hefur lokið þáttöku sinni í Evrópudeild UEFA í ár eftir tap á heimavelli, 1-3, fyrir Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi.
Rússarnir unnu fyrri leikinn 3-0 og rimmunna því 6-1 samanlagt.
Pape Mamadou Faye kom Fylki yfir með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu. Torpedo-menn jöfnuðu fyrir hlé.
Þeir skoruðu svo aftur úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Ekki var allt búið enn því þriðja markið kom tveimur mínútum fyrir leikslok.