Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma 21. apríl 2010 19:19 Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira