Innlent

Íslenskir læknar kæra foreldra langveikra stúlkna

Íslenskir læknar hafa kært foreldra langveikra stúlkna til barnaverndar. Ástæðan er sú að foreldrarnir vilja fara með aðra stúlkuna til Bandaríkjanna í aðgerð. Læknaprófessor við Harvard sem annast hefur stúlkuna þar, segir að aðgerðin sé nauðsynleg.

Þær Gabríella Kamí sem er tíu ára og Anika Rós sem er átta ára hafa glímt við veikindi allt sitt líf. Skömmu eftir að þær fæddust voru þær greindar með Goldenhar heilkenni. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og einkenni hans margbreytileg. Stúlkurnar hafa farið í fjölmargar aðgerðir yfir ævina. Flestar þeirra voru gerðar á sjúkrahúsinu í Boston. Samskipti foreldra stúlknanna við íslenska lækna hafa gengið illa undanfarin ár.

Fyrir þremur árum sögðu læknar í Boston að nauðsynlegt væri að fjarlægja blöðru af heila Gabríellu en hún stúlkan hefur þjáðast af stöðugum höfuðverkjaköstum og sjóntruflunum vegna hennar.

Íslenskir læknar eru ósammála mati bandarískra kollegga sinna og hafa kært foreldranna til barnaverndaryfirvalda fyrir að valda börnum sínum óþarfa þjáningum. Hildur segir íslenska lækna telja að áhættan sé meiri en hugsanlegur ágóði. Því sé ótækt að samþykkja aðgerðina. Hildur Arnardóttir, móðir stúlknanna, segir það stangast á við álit lækna í Boston.

Læknirinn hefur meðhöndlað stúlkurnar og heitir David L. Coulter og er prófessor frá Harvard, í bréfum sem hann hefur sent íslenskum læknum vegna máls Gabríellu segir hann meðal annars:

Ég er alfarið ósammála þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda á Íslandi að borga ekki fyrir aðgerð og umönnun sjúklingsins og skora á þau að endurskoða ákvörðun sína. Ég tel aðgerðina nauðsynlega og að velferð sjúklingsins sé í hættu verði henni hafnað þar sem ástand hans er mjög flókið og einkennin ekki dæmigerð. Heilbrigðisyfirvöld bæru því ábyrgð á því ef ástandi sjúklingsins hrakaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×