Innlent

Engin umsókn um sjö læknastöður

Könnun Landlæknisembættisins sýnir að um 20 læknar hafa flutt af landi brott eftir efnahagshrunið.
Könnun Landlæknisembættisins sýnir að um 20 læknar hafa flutt af landi brott eftir efnahagshrunið.
Enginn heimilislæknir sótti um sjö lausar stöður sem auglýstar voru nýverið. Um tuttugu læknar hafa flutt af landinu eftir efnahagshrunið, sýnir könnun Landlæknisembættisins.

Upp á síðkastið hefur umræða um skort á heimilislæknum verið nokkuð fyrirferðarmikil. Staðan víða úti á landi hefur verið erfið hvað þetta varðar um árabil en betur hefur gengið að manna þær stöður sem losnað hafa á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefur orðið breyting þar á því að enginn sótti um sjö stöður heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæðinu, eins og segir í Talnabrunni embættisins.

Nokkuð víða um land eru stöður á heilsugæslustöðvum mannaðar læknum sem eru menntaðir á öðrum sviðum en heimilislækningum. Þá hefur verið bent á að fram undan sé mikill skortur á heimilislæknum enda munu tugir heimilislækna hætta störfum á næstu tíu árum fyrir aldurs sakir.

Til þess að kanna mönnun lækna og hugsanlegar breytingar á stofnunum frá ársbyrjun 2009 aflaði Landlæknisembættið nýlega upplýsinga hjá framkvæmdastjórum lækninga á sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum. Átján stofnanir af nítján svöruðu þessu bréfi embættisins en niðurstöður þessarar athugunar sýna að um 20 læknar hafa hætt störfum og flutt til útlanda frá ársbyrjun 2009.- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×