Innlent

Spara um 300 milljónir með sameiningu ráðuneyta

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson.

Guðbjartur Hannessons, nýr velferðarráðhera, segir sameiningu þriggja ráðuneyta fela í sér í betri nýtingu á mannauði þvert á málaflokka. Engir starfsmenn, hvorki í velferðar- né innanríkisráðuneyti missa vinnuna við sameininguna.

Frá og með 1. janúar sameinast heilbrigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið í velferðarráðuneytið. Guðbjartur Hannesson er nýr velferðarráðherra, en ráðuneyti hans er langstærsta ráðuneytið í stjórnsýslunni með hliðsjón af útgjöldum í A-hluta ríkissjóðs en framlög til málaflokks hans nema 48 prósent af heildarútgjöldum ríkisins. Allir starfsmenn ráðuneytanna flytjast í velferðarráðuneytið.

Ögmundur Jónasson, verður innanríkisráðherra, við sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytis annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis hins vegar.

Eins og í tilviki velferðarráðuneytisins missa engir ráðuneytisstarfsmenn vinnuna því þeir flytjast allir í innanríkisráðuneytið. En hvað sparast mikið fé við þessa sameiningu? Hinn raunverulegi sparnaður birtist í samlegðaráhrifum til lengri tíma, en innanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir 9 prósent hagræðingu á árinu 2011.

Ráðuneytin eru ekki mjög stór með hliðsjón af starfsmannafjölda. Eins og árið 2011 var lagt upp þá eru þetta um þrjú hundruð milljónir króna sem sparast í rekstrarkostnað á næsta ári við sameiningu þessara ráðuneyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×