Innlent

Benedikt Gröndal látinn

Benedikt Gröndal. F. 7. júlí 1924. L. 20. júlí 2010
Benedikt Gröndal. F. 7. júlí 1924. L. 20. júlí 2010
Benedikt Gröndal lést á hjúkrunarheimilinu Eir í morgun 86 ára að aldri. Benedikt er fyrrverandi forsætisráðherra og var fæddur á Hvilft í Önundarfirði þann 7. júlí 1924.

Benedikt kom víða við. Hann stundaði háskólanám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og framhaldsnám í Oxford. Hann var sem blaðamaður, fréttastjóri og var ritstjóri Alþýðublaðsins á árunum 1959-1969. Benedikt var formaður Alþýðuflokksins frá 1974 - 1980 og sat á þingi frá 1956-1982. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra og forsætisráðherra á árunum 1979 - 1980 og var síðar sendiherra í Svíþjóð, Austurlöndum og hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.

Faðir Benedikts var Sigurður Gröndal og móðir hans Mikkelína María Sveinsdóttir. Eiginkona Benedikts heitir Heidi Gröndal og áttu þau saman þrjá syni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×