Fótbolti

Afríkukeppnin: Egyptaland lagði Nígeríu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John Obi Mikel, leikmaður Nigeríu og Chelsea, í baráttunni í dag.
John Obi Mikel, leikmaður Nigeríu og Chelsea, í baráttunni í dag.

Nígeríumenn byrjuðu Afríkukeppnina ekki með neinum látum því þeir töpuðu i fyrsta leik fyrir Egyptlandi, 3-1.

Nígeríumenn komust þó yfir strax á 12. mínútu með marki Obasi.

Emad Moteab jafnaði metin fyrir Egypta á 34. mínútu og Egyptar komust yfir á 54. mínútu með marki Ahmed Hassan. Nokkur heppnisstimpill var á markinu en boltinn fór af afturenda varnarmanns Nígeríu og þaðan í netið.

Þrem mínútum fyrir leikslok kláraði Mohamed Gedo síðan leikinn fyrir Egypta er hann lagði boltann smekklega í markið með skoti utan teigs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×