Innlent

Bensínlítrinn kominn upp í 208 krónur

Olís Myndin er úr safni.
Olís Myndin er úr safni.

Olís hækkaði eldsneytisverð um fimm krónur í morgun. Lítrinn af bæði dísel og 95 okt., kosta nú 208 krónur á bensínstöðvum Olís samkvæmt heimasíðunni gsmbensín.

Næst dýrastir er Shell þar sem eldneytisverðið er þremur krónum ódýrara.

Orkan, Atlantsolía og ÓB eru enn þá með lægsta eldsneytisverðið. Þar kostar lítrinn bæði af 95 okt. og dísel um 203 krónur.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðunni gsmbensín.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×