Innlent

Segir Steingrím hrokafullan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði Steingrím J. Sigfússon vera yfirgengilega hrokafullan á Alþingi í dag. Mynd/ Vilhelm.
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði Steingrím J. Sigfússon vera yfirgengilega hrokafullan á Alþingi í dag. Mynd/ Vilhelm.
Guðlaugur Þór Þórðarson sakaði Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra um yfirgengilegan hroka í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag. Þar spurði Guðlaugur ráðherrann út í sölu Landsbankans á Vestia, eignarhaldsfélagi Húsasmiðjunnar, Teymis, Icelandic Group og fleiri félaga. Guðlaugur Þór telur að reglur hafi verið brotnar við söluna.

„Mér er ekki kunnugt um það að Bankasýslan hafi brotið nein lög, neinar reglur," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í utandagskrárumræðunum. Hvorki Landsbankinn né aðrir sem að málinu hafi komið telji að verklagsreglur hafi verið brotnar. Hann svaraði því ekki spurningum Guðlaugs.

Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Guðlaugs, benti á það í umræðunum að söluferlið hafi ekki verið opið og gegnsætt eins og reglur Bankasýslunnar kveði á um. Hann sagði að Steingrímur væri eini maðurinn sem gæti réttlætt hvernig staðið hefði verið að sölunni.

Þingkonurnar Vigdís Hauksdóttir og Margrét Tryggvadóttir gagnrýndu að lífeyrissjóðirnir væru að fjárfesta í áhættustarfsemi af því tagi sem fælist í eignum Vestia. „Þessi vinnubrögð minna óneitanlega á vinnubrögð sem leiddu til hruns heillar þjóðar," sagði Vigdís.




Tengdar fréttir

Allar reglur brotnar við sölu Vestia

Allar verklagsreglur sem lagt var upp með við sölu eigna bankanna voru brotnar þegar að Landsbankinn seldi eignarhaldsfélagið Vestia til Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×