Innlent

Síbrotakona áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að kona skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hennar. Þó skal varðhaldið ekki standa lengur en til 17. desember næstkomandi. Ákærða hafði mótmælt úrskurðinum og áfrýjað til Hæstaréttar.

Ákærðu eru gefin að sök á fjórða tug auðgunarbrota auk umferðarlagabrota, nytjastuldar og líkamsárásar. Um er að ræða tvær brotahrinur að því er fram kemur í dómnum og stóð önnur frá apríl 2008 fram í ágúst sama ár og hinsvegar frá september 2009 og fram í október í ár.

Í millitíðinni afplánaði ákærða 12 mánaða fangelsisdóm.

„Með vísan til samfellds brotaferils ákærðu er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærða muni halda áfram brotastarfsemi fari hún frjáls ferða sinna." Dómari féllst á þessi rök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×