Innlent

Vilja að ríkið yfirtaki tóm fjölbýlishús

Samkvæmt tillögunum myndi ríkið yfirtaka tóm fjölbýlishús og breyta þeim í leiguíbúðir á viðráðanlegu verði.
Samkvæmt tillögunum myndi ríkið yfirtaka tóm fjölbýlishús og breyta þeim í leiguíbúðir á viðráðanlegu verði.

BSRB leggur til við stjórnvöld, að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi að danskri fyrirmynd, þar sem fólk geti búið alla ævina í leiguíbúðum, ef það vill.

Samkvæmt tillögunum myndi ríkið yfirtaka tóm fjölbýlishús og breyta þeim í leiguíbúðir á viðráðanlegu verði. Nú sé gott tækifæri og verði íbúðirnar í ríkiseign. Sérstök verðlagsnefnd gætti svo þess að leiga verði ekki hærri en sem nemur kostnaði við húsnæðið og eðlilegt viðhald. Þetta yrðu ekki félagslegar íbúðir í skilningi þess orðs, heldur getið fólk leigt þar óháð tekjum. Í danska kerfinu geta leigjendur búið ævilangt í svona húsnæði, ef þeir óska þess.

Í tilkynningu frá BSRB segir að þessar tillögur hafi þann kost í för með sér umfram hugmyndir stjórnvalda og Íbúðalánasjóðs um að selja íbúðir, sem sjóðurinn hefur yfirtekið, á kaupleigu til þriggja ára, að hún taki á langtímavandamálum fólks. Tillögurnar hafa verið sendar viðkomandi nefndum Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×