Innlent

Handtekinn í skjóllitlum nærbuxum

Stígurinn meðfram Sæbrautinni er vinsæll meðal hlaupara en lögreglunni þótti þessi of klæðalítill.
Stígurinn meðfram Sæbrautinni er vinsæll meðal hlaupara en lögreglunni þótti þessi of klæðalítill.
Fáklæddur hlaupari var handtekinn á Sæbraut í Reykjavík um helgina. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en hann var heldur illa búinn til íþróttaiðkana, aðeins á sokkaleistunum og í skjóllitlum nærbuxum, að því er segir á vef lögreglunnar.

Þar kemur fram að maðurinn var auk þess vel hífaður.

Aðspurður um uppátækið sagðist hann hafa verið að taka áskorun félaga sinna um að hlaupa klæðalítill um borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×