Samuel Eto'o hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyrir að skalla andstæðing í leik með Inter um helgina. Hann var þar að auki sektaður um 30 þúsund evrur.
Eto'o gerði sig sekan um gróft brot þegar hann skallaði Bostjan Cesar, leikmann Chievo, í leik liðanna um helgina. Inter tapaði þar að auki leiknum, 2-1.
Eto'o var að hefna fyrir atvik sem átti sér stað seint í fyrri hálfleik er hann fékk lúmskt högg frá Cesar.
Inter er nú níu stigum á eftir toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og mætir Parma á heimavelli um næstu helgi.
Eto'o í þriggja leikja bann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

