Sjálfstæðar stofnanir eiga að vera lausar við pólitík 23. nóvember 2010 12:00 Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Þingmenn að norðan beittu sér fyrir því að samið yrði um bætur til hjónanna á meðferðarheimilinu Árbót. Samningaviðræður um það hófust þremur mánuðum fyrr en stjórnvöld hafa fullyrt að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Stjórnsýslufræðingur segir að stofnanir á borð við Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík. Eins og greint var frá í gær sýna gögn að félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilis í Þingeyjarsýslu 30 milljónir í bætur eftir að loka þurfti heimilinu eftir að aðsókn þanngað hrundi eftir að þar komu upp alvarleg kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Barnaverndarstofa sagði upp samningnum við heimilið og taldi skýrt að uppsagnarfresturinn væri sex mánuðir og því bæri ekki að greiða bætur umfram þann tíma. Ráðherrarnir töldu hins vegar að bæturnar ættu að vera hærri og hunsuðu tilmæli forstjóra Barnaverndarstofu um að láta ríkislögmann kanna hvort ríkið þyrfti í raun að greiða bætur. Í gögnum sem birt eru í Fréttablaðinu í dag kemur svo fram að þingmenn kjördæmisins hafa beitt sér mjög fyrir því að samið sé við hjónin sem ráku Árbót um bætur. Í bréfi sem Kristján Þór Júlíusson þingmaður sjáflstæðsflokksins sendir á póstlista þingmanna kjördæmisins segir meðal annars að hann treysti því að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherrra komi þessu máli í höfn fyrir hjónin. Í þættinum Í bítið á Bylgjunni var í morgun rætt við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing. Hún segir stofnanir eins og Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík og trúverðugleiki þeirra yfir allan vafa hafinn. Hins vegar geti hún ekki séð annað en í þessu máli blasi pólitísk inngrip við. Sigurbjörg segir að forstjóri Barnaverndarstofu hafi átt að hafa umboð í málinu en stjórnmálamenn hafi ekki hlustað á hann. Vinnubrögð sem þessi grafa undan stjórnsýslunni og sýna aðilum á markaði hægt sé að kippa í spotta og farið á svig við samninga. Hún segir að þar sem meðferðaheimilið hafi verið rekið af einkaaðilum þyki henni eðilegt að þeir kaupi sér trygginginu. Ríkið eigi ekki að taka þann skaða í það minnsta liggi ekkert álit frá ríkislögmanni fyrir um það. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira
Þingmenn að norðan beittu sér fyrir því að samið yrði um bætur til hjónanna á meðferðarheimilinu Árbót. Samningaviðræður um það hófust þremur mánuðum fyrr en stjórnvöld hafa fullyrt að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Stjórnsýslufræðingur segir að stofnanir á borð við Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík. Eins og greint var frá í gær sýna gögn að félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilis í Þingeyjarsýslu 30 milljónir í bætur eftir að loka þurfti heimilinu eftir að aðsókn þanngað hrundi eftir að þar komu upp alvarleg kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Barnaverndarstofa sagði upp samningnum við heimilið og taldi skýrt að uppsagnarfresturinn væri sex mánuðir og því bæri ekki að greiða bætur umfram þann tíma. Ráðherrarnir töldu hins vegar að bæturnar ættu að vera hærri og hunsuðu tilmæli forstjóra Barnaverndarstofu um að láta ríkislögmann kanna hvort ríkið þyrfti í raun að greiða bætur. Í gögnum sem birt eru í Fréttablaðinu í dag kemur svo fram að þingmenn kjördæmisins hafa beitt sér mjög fyrir því að samið sé við hjónin sem ráku Árbót um bætur. Í bréfi sem Kristján Þór Júlíusson þingmaður sjáflstæðsflokksins sendir á póstlista þingmanna kjördæmisins segir meðal annars að hann treysti því að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherrra komi þessu máli í höfn fyrir hjónin. Í þættinum Í bítið á Bylgjunni var í morgun rætt við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing. Hún segir stofnanir eins og Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík og trúverðugleiki þeirra yfir allan vafa hafinn. Hins vegar geti hún ekki séð annað en í þessu máli blasi pólitísk inngrip við. Sigurbjörg segir að forstjóri Barnaverndarstofu hafi átt að hafa umboð í málinu en stjórnmálamenn hafi ekki hlustað á hann. Vinnubrögð sem þessi grafa undan stjórnsýslunni og sýna aðilum á markaði hægt sé að kippa í spotta og farið á svig við samninga. Hún segir að þar sem meðferðaheimilið hafi verið rekið af einkaaðilum þyki henni eðilegt að þeir kaupi sér trygginginu. Ríkið eigi ekki að taka þann skaða í það minnsta liggi ekkert álit frá ríkislögmanni fyrir um það.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira