Innlent

Þrír Íslendingar í sjávarháska í Noregi

Bátur sömu gerðar og um ræðir.
Bátur sömu gerðar og um ræðir. MYND/Trefjar.is

Þrír íslenskir sjómenn voru hætt komnir þegar brotsjór reið yfir bát þeirra við Noregsstrendur í gær með þeim afleiðingum að gluggar brotnuðu og sjór flæddi um allt.

Við það hrundi rafkerfið þannig að þeir gátu ekki kallað á hjálp, en norsk björgunarþyrla fann þá og bjargaði þeim. Atvikið varð þegar báturinn var staddur 30 sjómílur norðvestur af Finnmörku í Norður- Noregi í vondu veðri, en báturinn, sem heitir Saga K. er nýr hraðfiskibátur af gerðinni Cleopatra- 36, smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði.

Þótt drepist hafi á siglinga- og fjarskiptækjum bátsins við áfallið, fór sjálfvirkur neyðarsendir í gang, sem vísaði áhöfn þyrlunnar á bátinn. Skipverjanrir þrír, voru svo einn af örðum hífðir um borð og verð þeim ekki meint af, að sögn norska útvarpsins.

Í viðtali við Norska útvarpið segir Almar Ásgeirsson, einn þremenninganna, að ekki hafi liðið nema þrjár sekúndur frá því að hann sá brotsjóinn nálgast, þar til hann reið yfir bátinn. Þegar þyrlan hélt af vettvangi, maraði báturinn enn í hálfu kafi, en ekki er vitað nánar um afdrif hans. Á heimasíðu norska ríkisútvarpsins má sjá myndskeið frá björguninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×