Sakaði fréttakonu Rúv um heimsku og vanþekkingu SB skrifar 8. nóvember 2010 14:46 Sofi Oksanen þykir hörð í horn að taka. Mynd/Stefán Karlsson. Fréttakonan Linda Blöndal á Rúv lenti í orðaskaki við finnska verðlaunaskáldið Sofi Oksanen á afhendingu norrænu bókmenntaverðlaunana í síðustu viku. Sofi sakaði fréttakonuna um vanþekkingu og heimsku. Spjalli þeirra var útvarpað í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö. Heimskulegar spurningar DV birti um helgina útdrátt úr viðtali Lindu Blöndal við Sofi Oksanen og þar féllu meðal annars þessi orð: Linda: Er sagan þá skáldsaga? (e. Fiction) Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. Novel) Og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? Vinsamlegast komdu með einhverjar gáfulegri spurningar ef þú vilt... verða eitthvað. Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig? Oksanen: Nei, þú þarft þess ekki. En þú veist hvað skáldsaga er? Linda: Já, ég veit það. Oksanen: Afhverju ertu þá að spyrja heimskulegra spurninga? Eiríkur Örn Norðdahl. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl segir dónaskap Sofi Oksanen endurspegla það metnaðarleysi og skort á fagmennsku sem einkenni íslenska menningarumfjöllun.„Því dónaskapur Sofi Oksanen var auðvitað bara sá að taka ekki tillit til þess að Íslendingar spila (fyrir leti sakir) í þriðju deild í menningarmálum - menning á Íslandi er bara innanholur skemmtanaiðnaður sem gengur út á að brosa og þykjast segja eitthvað. Hreyfa varirnar og kinka kolli. Og eini dónaskapurinn sem Sofi Oksanen sýndi Íslendingum var að haga sér einsog maður - dónaskapur hennar voru mannasiðir í fullkomnasta skilningi þess orðs," segir Eiríkur Örn Norðdahl í greininni sem birtist á vefritinu Smugunni. Deilt um grein EiríksEiríkur er búsettur í Finnlandi en hefur oft vakið athygli fyrir beitta samfélagsgagnrýni. Grein Eiríks hefur svo sannarlega vakið athygli og hrist upp í menningarumræðunni á landinu því um þúsund manns hafa deilt henni á Fésbókinni þar sem þekktir rithöfundar líkt og Hallgrímur Helgason og Illugi Jökulsson hafa tjáð sig um gagnrýni Eiríks. Þá hefur þáttastjórnandinn Egill Helgason einnig kvatt sér hljóðs: „Ég þykist reyndar skynja biturð hjá Eiríki vegna þess að bækur hans hafa fengið frekar lélegar viðtökur sumar hverjar, en ég held að fáir höfundar komið oftar í Kiljuna en einmitt hann." Auglýsir eftir snobbiEiríkur Örn segir fólk sem spyr spurninga á borð við „Er bókin persónuleg?" og „Er þetta skáldskapur?" myndi einfaldlega ekki fá vinnu við menningarumfjöllun á stærri miðlum í Evrópu: „og fólk sem sýnir viðmælendum sínum minnimáttarkenndarhroka á borð við að spyrja hvort maður þurfi „bókmenntafræðipróf" til að fá að tala við það, fær ekki vinnu í fjölmiðlum - punktur basta," segir Eiríkur og auglýsir eftir meiri metnaði - jafnvel snobbi. „Á Íslandi er enginn kúltúr fyrir sérþekkingu eða kunnáttu - við höfum lengst af verið svo fá að við hlaupum bara í þau störf sem þarf að vinna, hvort sem að við kunnum þau eða ekki, og vonum að það fari ekki of illa. Við sjáum þetta í stjórnmálastéttinni, fjölmiðlastéttinni, forleggjarastéttinni, viðskiptastéttinni, fræðimannastéttinni, menningarstéttinni - úti um allt: fúsk, fúsk, fúsk og aftur fúsk."Hér má lesa grein Eiríks Arnar í heild sinni og hér fyrir neðan er viðtal Bergsteins Sigurðssonar við Oksanen úr Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Fréttakonan Linda Blöndal á Rúv lenti í orðaskaki við finnska verðlaunaskáldið Sofi Oksanen á afhendingu norrænu bókmenntaverðlaunana í síðustu viku. Sofi sakaði fréttakonuna um vanþekkingu og heimsku. Spjalli þeirra var útvarpað í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö. Heimskulegar spurningar DV birti um helgina útdrátt úr viðtali Lindu Blöndal við Sofi Oksanen og þar féllu meðal annars þessi orð: Linda: Er sagan þá skáldsaga? (e. Fiction) Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. Novel) Og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? Vinsamlegast komdu með einhverjar gáfulegri spurningar ef þú vilt... verða eitthvað. Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig? Oksanen: Nei, þú þarft þess ekki. En þú veist hvað skáldsaga er? Linda: Já, ég veit það. Oksanen: Afhverju ertu þá að spyrja heimskulegra spurninga? Eiríkur Örn Norðdahl. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl segir dónaskap Sofi Oksanen endurspegla það metnaðarleysi og skort á fagmennsku sem einkenni íslenska menningarumfjöllun.„Því dónaskapur Sofi Oksanen var auðvitað bara sá að taka ekki tillit til þess að Íslendingar spila (fyrir leti sakir) í þriðju deild í menningarmálum - menning á Íslandi er bara innanholur skemmtanaiðnaður sem gengur út á að brosa og þykjast segja eitthvað. Hreyfa varirnar og kinka kolli. Og eini dónaskapurinn sem Sofi Oksanen sýndi Íslendingum var að haga sér einsog maður - dónaskapur hennar voru mannasiðir í fullkomnasta skilningi þess orðs," segir Eiríkur Örn Norðdahl í greininni sem birtist á vefritinu Smugunni. Deilt um grein EiríksEiríkur er búsettur í Finnlandi en hefur oft vakið athygli fyrir beitta samfélagsgagnrýni. Grein Eiríks hefur svo sannarlega vakið athygli og hrist upp í menningarumræðunni á landinu því um þúsund manns hafa deilt henni á Fésbókinni þar sem þekktir rithöfundar líkt og Hallgrímur Helgason og Illugi Jökulsson hafa tjáð sig um gagnrýni Eiríks. Þá hefur þáttastjórnandinn Egill Helgason einnig kvatt sér hljóðs: „Ég þykist reyndar skynja biturð hjá Eiríki vegna þess að bækur hans hafa fengið frekar lélegar viðtökur sumar hverjar, en ég held að fáir höfundar komið oftar í Kiljuna en einmitt hann." Auglýsir eftir snobbiEiríkur Örn segir fólk sem spyr spurninga á borð við „Er bókin persónuleg?" og „Er þetta skáldskapur?" myndi einfaldlega ekki fá vinnu við menningarumfjöllun á stærri miðlum í Evrópu: „og fólk sem sýnir viðmælendum sínum minnimáttarkenndarhroka á borð við að spyrja hvort maður þurfi „bókmenntafræðipróf" til að fá að tala við það, fær ekki vinnu í fjölmiðlum - punktur basta," segir Eiríkur og auglýsir eftir meiri metnaði - jafnvel snobbi. „Á Íslandi er enginn kúltúr fyrir sérþekkingu eða kunnáttu - við höfum lengst af verið svo fá að við hlaupum bara í þau störf sem þarf að vinna, hvort sem að við kunnum þau eða ekki, og vonum að það fari ekki of illa. Við sjáum þetta í stjórnmálastéttinni, fjölmiðlastéttinni, forleggjarastéttinni, viðskiptastéttinni, fræðimannastéttinni, menningarstéttinni - úti um allt: fúsk, fúsk, fúsk og aftur fúsk."Hér má lesa grein Eiríks Arnar í heild sinni og hér fyrir neðan er viðtal Bergsteins Sigurðssonar við Oksanen úr Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00