Innlent

Gagnrýnir ummæli Árna Páls

Marínó G. Njálsson.
Marínó G. Njálsson.

Það kostar svipað mikið að fara leið Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna leiðréttingu skulda og að skera niður alla yfirveðsetningu af húsnæðisskuldum, segir stjórnarmaður í samtökunum. Yfirskuldsetning stefni í 175 milljarða. Hann gagnrýnir efnahags- og viðskiptaráðherra harðlega fyrir ummæli um að millistéttin þurrkist út verði farið í almennar aðgerðir.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að millistéttin á Íslandi muni þurrkast út og ungt fólk flýja land ef því verði gert að borga svimandi háa skatta til að fjármagna almenna niðurfærslu skulda.

Segja má að ummæli ráðherra komi fram á viðkvæmum tímapunkti þar sem hópur á vegum forsætisráðuneytisins leggur nú lokahönd á skýrslu um skuldavanda heimilanna, en hún verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum á morgun. Marinó G. Njálsson er fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna í vinnuhópnum.

Hann segir að Árni ætti að kynna sér málin betur. Hann segir að stór hluti landsmanna sé nú þegar með yfirveðsettar eignir, sem bankarnir hafi boðist til að færa niður. Þegar reiknað sé með hvað sá pakki kosti, en yfirveðsetningin stefnir í 175 milljarða, komi í ljó að hugmyndin kosti álíka mikið og hugmyndir um almenna niðurfellingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×