Erlent

Sylvía yfirgefur aldrei Karl Gústaf

Óli Tynes skrifar
Karl Gústaf og Sylvía drottning.
Karl Gústaf og Sylvía drottning. Mynd/Bengt Nyman

Sérfræðingur sænska ríkissjónvarpsins í málefnum konungsfjölskyldunnar segir að Sylvia drottning muni aldrei yfirgefa Karl Gústaf þrátt fyrir sögusagnir um framhjáhald og villt líferni. Roger Lundgren segir að drottningin hafi árum saman vitað um sögurnar og jafnan leitt þær hjá sér.

Lundgren segir að engum sem umgangist konungshjónin dyljist hið djúpa hlýja samband þeirra. Hann hefur farið með þeim í margar heimsóknir til annarra landa og tekið við þau mörg viðtöl. Í þeim viðtölum hafi konungur tilhneigingu til þess að láta drottninguna leiða í svörum og horfir á hana aðdáundaraugum.

Undir hennar verndarvæng

Lundgren segir að Karl Gústaf hafi alla tíð verið mjög háður Sylvíu. Hann hafi verið ungur og óreyndur þegar hann tók við hásætinu eftir afa sinn árið 1973. Föður sinn hafi hann ekkert þekkt en hann lést árið 1947.

Karl Gústav þjáðist af feimni og það var kvöl fyrir hann að koma fram opinberlega. Ekki bætti úr skák að hann er orðblindur. Lundgren segir að Sylvia hafi verið hans stoð og stytta og hann hafi nánast verið undir hennar verndarvæng.

Samband þeirra í dag sé svo sterkt að drottningin muni aldrei yfirgefa hann jafnvel þótt sögurnar magnist enn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×