Erlent

Assange segist fórnarlamb rógsherferðar

Julian Assange stofnandi Wikileaks segir að hann sé fórnarlamb rógsherferðar og að ákæran í Svíþjóð fyrir kynlífsafbrot sé liður í þeirri herferð.

Assange var látinn laus úr haldi gegn tryggingu í Bretlandi í gærdag og dvelur nú í húsi í Suffolk. Assange sagði í gærkvöldi í þættinum Newsnight á BBC að ákæran gegn honum sýni nokkra mikilvæga hluti, suma sem valda áhyggjum.

Hann tók sem dæmi að hægt er að framselja hvern sem er milli Evrópulanda án þess að nokkur sönnunargögn liggi að baki framsalsúrskurði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×