Arsenal og Bayern München áfram Elvar Geir Magnússon skrifar 9. mars 2010 18:24 Nicklas Bendtner skoraði þrennu í kvöld og bætti upp fyrir öll klúðrin um síðustu helgi. Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira