Fótbolti

Kjær og Bendtner í kappi við tímann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. GettyImages
Að nota Simon Kjaer og Nicklas Bendtner í fyrsta leik Dana á EM gegn Hollandi gæti borgað sig, nú eða ekki. Báðir eru lykilmenn og báðir eru þeir tæpir.

Þeir tóku þó báðir þátt í æfingu í gær en hafa ekki spilað í nokkurn tíman.

"Eigum við að veðja öllu? Við erum komnir ansi langt með þá en spurningin er hvort við séum komnir nógu langt," sagði Morten Olsen, þjálfari Dana.

Þá er aðalmarkmaðurinn Thomas Sörensen líka tæpur og John Dahl Tomasson á í vandræðum með nárann á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×