Náttúruvernd og ferðaþjónusta Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. desember 2010 11:10 Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir milljón innan eins eða tveggja áratuga. Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma til Íslands til að upplifa náttúruna, sem er mjög ólíkt því sem þekkist í þéttbýlli löndum. Náttúra Íslands er óneitanlega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm.Ástand friðlýstra svæða Nýleg greinargerð Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða hefur vakið mikla athygli. Í henni er fjallað um okkar þekktustu ferðamannastaði sem margir hverjir hafa látið á sjá og nauðsynlegt þykir að grípa til ráðstafana ef þeir eiga ekki að missa verndargildi sitt. Geysissvæðið og Gullfoss eru hér á meðal, auk Landmannalauga og Mývatns. Þessi svæði eru meðal okkar dýrmætustu náttúrugersema. Þetta er áhyggjuefni, en vandinn er fyrst og fremst bundinn við afmörkuð svæði og því er hægt að bregðast við honum. Bætt landvarsla, skipulag, aðstaða og stígagerð eru ekki óyfirstíganlega fjárfrekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kostur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vont fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það einnig óásættanlegt. Umhverfisstofnun bendir á ýmsar leiðir til að bæta ástandið sem fæstar eru mjög dýrar. Kostnaður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýrmætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnum. Það er í samræmi við nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar, og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið.Umræða um gjaldtöku Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðarfulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvaða fyrirkomulag er best í þessu sambandi. Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar kröfu um náttúruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur valdið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar. Markmið okkar er að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víðerni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skaftafelli, Þingvöllum og öðrum vinsælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Náttúrufegurð Íslands er grundvöllur ferðaþjónustunnar og mun vera það áfram um langa framtíð, svo fremi að við berum gæfu til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa henni umgjörð við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir milljón innan eins eða tveggja áratuga. Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma til Íslands til að upplifa náttúruna, sem er mjög ólíkt því sem þekkist í þéttbýlli löndum. Náttúra Íslands er óneitanlega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm.Ástand friðlýstra svæða Nýleg greinargerð Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða hefur vakið mikla athygli. Í henni er fjallað um okkar þekktustu ferðamannastaði sem margir hverjir hafa látið á sjá og nauðsynlegt þykir að grípa til ráðstafana ef þeir eiga ekki að missa verndargildi sitt. Geysissvæðið og Gullfoss eru hér á meðal, auk Landmannalauga og Mývatns. Þessi svæði eru meðal okkar dýrmætustu náttúrugersema. Þetta er áhyggjuefni, en vandinn er fyrst og fremst bundinn við afmörkuð svæði og því er hægt að bregðast við honum. Bætt landvarsla, skipulag, aðstaða og stígagerð eru ekki óyfirstíganlega fjárfrekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kostur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vont fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það einnig óásættanlegt. Umhverfisstofnun bendir á ýmsar leiðir til að bæta ástandið sem fæstar eru mjög dýrar. Kostnaður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýrmætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnum. Það er í samræmi við nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar, og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið.Umræða um gjaldtöku Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðarfulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvaða fyrirkomulag er best í þessu sambandi. Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar kröfu um náttúruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur valdið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar. Markmið okkar er að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víðerni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skaftafelli, Þingvöllum og öðrum vinsælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Náttúrufegurð Íslands er grundvöllur ferðaþjónustunnar og mun vera það áfram um langa framtíð, svo fremi að við berum gæfu til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa henni umgjörð við hæfi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun