Innlent

Fréttamaður í miðju öskufallinu nálægt Fimmvörðuhálsinum

Eldgos. Mynd / Villi.
Eldgos. Mynd / Villi.

„Ég er kominn upp á Fimmvörðuháls við Baldvinsskála. Öskustrókurinn er yfir okkur, við erum í öskufalli en snjórinn er orðinn grár," sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö sem var staddur aðeins örfáum kílómetrum fyrir neðan gosið í Eyjafjallajökli. Kristján var í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar.

Strókarnir eru um einum kílómeter frá Fimmvörðuhálsinum sjálfum.

Kristjáni sýndist gosið vera á tveimur stöðum en það rennir stoðum undir þær fregnir að sprungan hafi lengst. Gosið er hinsvegar rólegra en það var í gær og nótt en ekki er eins hvasst og í gær á svæðinu að sögn Kristjáns.

Gosmökkurinn lá yfir gönguleiðinni en Kristján er ásamt myndatökumanninum Friðriki Þór Halldórssyni Í Baldvinsskála. Þeir ætla að freistast til þess að komast sem næst gosstöðinni. Þar taka þeir upp myndir sem verða sýndar í fréttum stöðvar 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×