Fær greidda þóknun fyrir neyslu sína á Íslandi 17. júlí 2010 11:33 Jón Ásgeir Jóhannesson. Eignir hans verða kyrrsettar þangað til niðurstaða liggur fyrir í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði á hendur honum hér á landi. Sjö hundruð og fimmtíu þúsund króna þóknun 365 miðla til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er greidd út mánaðarlega svo hann geti greitt fyrir neyslu sína á Íslandi, að því er fram kemur í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum. Þrotabú bankans telur að hegðun Jóns Ásgeirs endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði. Slitastjórn Glitnis telur að hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í tengslum við lán Glitnis banka til félagsins FS38 á árinu 2007 endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði, skort á ráðvendni og skeytingarleysi gagnvart hagsmunum kröfuhafa bankans. Þetta kemur farm í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum vegna máls sem þrotabú Glitnis höfðaði til að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs. Glitnir lánaði sem kunnugt er félaginu FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, sex milljarða króna til að kaupa hlutabréf í Aurum Holdings á yfirverði af Fons, sem einnig var í eigu Pálma, en einu tryggingarnar fyrir láninu voru hlutabréfin í Aurum. Jón Ásgeir gaf fyrirmæli um viðskiptin í tölvupósti til Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra, eins og frægt er orðið. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í greinargerð lögmanna slitastjórnar Glitnis banka vegna máls um kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs. Eins og komið hefur fram er þar greint frá mánaðarlegri 4.000 punda greiðslu, jafnvirði 750 þúsund króna, sem Jón Ásgeir fær í þóknun frá 365 miðlum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu eiginkonu hans. Í greinargerð slitastjórnarinnar segir að þær skýringar hafi verið gefnar að um sé að ræða fyrirkomulag sem í grundvallaratriðum hafi verið komið á svo Jón Ásgeir gæti greitt kostnað við mat og uppihald á Íslandi („living expenses") eða með öðrum orðum neyslu. Í greinargerð lögmannanna segir að þær skýringar Jóns Ásgeirs, að hann hafi gleymt þessu fyrirkomulagi, séu óásættanlegar. Stjórnendur 365 miðla hafa gefið þær skýringar á greiðslum til Jóns Ásgeirs að hann veiti fyrirtækinu ráðgjöf varðandi rekstur og stefnumótun. Þá hafi ráðgjöf hans reynst fyrirtækinu mikilvæg og gagnleg. Eignir Jóns Ásgeirs á heimsvísu verða kyrrsettar þangað til niðurstaða liggur fyrir í skaðabótamáli vegna Aurum Holdings sem þrotabú Glitnis höfðaði á hendur honum hér á landi. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stjórnarformaður 365 miðla sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Aurum Holding málið Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Sjö hundruð og fimmtíu þúsund króna þóknun 365 miðla til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er greidd út mánaðarlega svo hann geti greitt fyrir neyslu sína á Íslandi, að því er fram kemur í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum. Þrotabú bankans telur að hegðun Jóns Ásgeirs endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði. Slitastjórn Glitnis telur að hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í tengslum við lán Glitnis banka til félagsins FS38 á árinu 2007 endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði, skort á ráðvendni og skeytingarleysi gagnvart hagsmunum kröfuhafa bankans. Þetta kemur farm í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum vegna máls sem þrotabú Glitnis höfðaði til að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs. Glitnir lánaði sem kunnugt er félaginu FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, sex milljarða króna til að kaupa hlutabréf í Aurum Holdings á yfirverði af Fons, sem einnig var í eigu Pálma, en einu tryggingarnar fyrir láninu voru hlutabréfin í Aurum. Jón Ásgeir gaf fyrirmæli um viðskiptin í tölvupósti til Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra, eins og frægt er orðið. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í greinargerð lögmanna slitastjórnar Glitnis banka vegna máls um kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs. Eins og komið hefur fram er þar greint frá mánaðarlegri 4.000 punda greiðslu, jafnvirði 750 þúsund króna, sem Jón Ásgeir fær í þóknun frá 365 miðlum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu eiginkonu hans. Í greinargerð slitastjórnarinnar segir að þær skýringar hafi verið gefnar að um sé að ræða fyrirkomulag sem í grundvallaratriðum hafi verið komið á svo Jón Ásgeir gæti greitt kostnað við mat og uppihald á Íslandi („living expenses") eða með öðrum orðum neyslu. Í greinargerð lögmannanna segir að þær skýringar Jóns Ásgeirs, að hann hafi gleymt þessu fyrirkomulagi, séu óásættanlegar. Stjórnendur 365 miðla hafa gefið þær skýringar á greiðslum til Jóns Ásgeirs að hann veiti fyrirtækinu ráðgjöf varðandi rekstur og stefnumótun. Þá hafi ráðgjöf hans reynst fyrirtækinu mikilvæg og gagnleg. Eignir Jóns Ásgeirs á heimsvísu verða kyrrsettar þangað til niðurstaða liggur fyrir í skaðabótamáli vegna Aurum Holdings sem þrotabú Glitnis höfðaði á hendur honum hér á landi. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stjórnarformaður 365 miðla sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Aurum Holding málið Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira